Erlent

Manskætt rútuslys á Indlandi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Alvarleg umferðarslys eru algeng á Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Alvarleg umferðarslys eru algeng á Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Að minnsta kosti þrettán eru látnir eftir rútuslys í vesturhluta Indlands. Í rútunni voru fjölmargir hindúar sem voru á heimleið úr pílagrímsför. Talið er ökumaður rútunnar hafi misst stjórn á bifreiðinni er hann ók yfir brú, með þeim afleiðingum að rútan steyptist ofan í á.

Þrír farþegar komust lífs af. Þeir eru særðir og hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Áætlað er að yfir 110 þúsund manns deyi í umferðinni á Indlandi á ári hverju en viðhald vega og bifreiða er víða vanrækt þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×