Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy

29. janúar 2018
skrifar

Jay Z tók með sér eiginkonu sína Beyoncé og dóttur, Blue Ivy, á Grammys verðlaunin í nótt en hann var tilnefndur  í nokkrum flokkum á hátíðinni en fór því miður tómhentur heim. 

Beyoncé og fjölskylda sleppti rauða dreglinum að þessu sinni en hún rokkaði í salnum með hatt og sólgleraugu, og risavaxna demantseyrnalokka. Hún klæddist sérsaumuðum kjól frá Nicolas Jebran. 

Blue Ivy er 6 ára gömul og orðin vön því að fylgja foreldrum sínum á verðlaunahátíðir. Hún var meðal annars að spjalla við Aliciu Keys og átti eitt fyndnasta móment kvöldsins þegar hún sussaði á foreldra sína sem henni fannst klappa aðeins of hátt.