Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út

13. mars 2017
skrifar

Í gærkvöldi var Kim Kardashian viðstödd verðlaunahátíðina "The Family Equality Council's Impact Awards" sem fagna fyrirtækjum og áhrifaríku fólki sem vekur athygli á réttindabáráttu hinseginfólks. Í tilefni kvöldsins ákvað Kim að bregða út af vananum og klæðast stílhreinu og einföldu dressi. 

Hún mætti í hvítum Rick Owens kjól sem er líklega einn sá flottasti sem Kim hefur klæðst lengi. Kjóllinn seldist strax upp eftir að fyrstu myndirnar af raunveruleikastjörnunni birtust í kjólnum.  

Förðunin og hárið var einfalt í stíl við kjólinn. Hárið var í lausu tagli og förðunin var látlaus og falleg. Það er óhætt að segja að heildar útkoman sé algjör negla.Stórglæsileg.