Skoðun

Elon Musk og Helstirnið

Sigurður Stefán Flygenring skrifar

Árið er 2018. Tæknileg hápólitísk vandamál eru það sem mannkyninu stafar hvað mest ógn af. Ha? Hvað á hann eiginlega við? Jú segjum sem svo að Elon Musk ákveði einn morguninn að verða vondi kallinn, gerast Sith, skjóta sér og sínu Helstirni út í geim og hefjast handa við að senda út uppfærslur í Tesla bílana. Skilaboðin eru einföld, gígaflopps-skjákortin sem eru um borð í bílunum taka við myndbandssteymum frá umhverfi bílsins og greinir hvað er þar að finna. Manneskja? Hvít kona, gulur maður eða svart barn? Keyra þetta niður eins og skot!  Á sama tíma kemst FBI yfir iPhone símann hans Elon sem er dulkóðaður. Í von um að stoppa hann af leita þeir til Apple, sem neita að gefa út leynilega uppfærslu sem afvirkjar hámarkstilraunir fyrir réttan kóða sem myndi gera þeim kleift að komast inn í símann á örfáum klukkustundum, og skýlir Apple sér við friðhelgisstefnu einstaklingsins. Satoshi Nakamoto, óþekktur skapari Bitcoin og einn ríkasti einstaklingur í heimi kaupir upp snjall fyrirtæki sem framleiða hurðalása, myndavélar, dróna og öryggiskerfi með Bitcoins undir merkjum aflandsfélags og kemur sér þægilega fyrir við stjórnborðið í svakalegu 5 stjörnu neðanjarðarbirgi. Kínverski hakkarinn „NeoGuzzi“ er búinn að vinna dag og nótt við það að taka yfir Hyperloop stöðina í Dubai í gegnum órekjanlegan VPN þjón og skýtur út hylki... út í geim? Eða kannski á einhvert sendiráðið. Allt undir formerkjum hvers? Og hver ber ábyrgðina? Í þessum töluðu orðum skaut Richard Branson, eigandi Virgin Galatic sér út fyrir jarðarmörk í geimskutluhóteli ásamt nokkrum vel völdum og frægum stjörnuvinum (engar áhyggjur, Kim fékk far). Á meðan situr Trump taugaveiklaður við skrifborðið sitt og þrýstir létt á Coca Cola ® takkann.

Heimurinn er allt í einu orðinn stór hættulegur, án þess að jarðarbúar hafi gert sér nokkra grein fyrir hættunni sem hefur verið að myndast, og í leiðinni lofað hana jafnóðum með kaupum á nýjasta tækniundrinu, um leið og það kemur á markað að sjálfsögðu. Maður er ekki maður með mönnum nema eiga slíkt tæki.

En hvað þarf heimurinn? Superman? Ef við skoðum söguna (sem þeir sem hafa eða höfðu valdið skrifuðu að sjálfsögðu, og sáu í leiðinni til þess að hinar sögurnar sem skyggðu á þeirra veldi eða markmið yrðu brenndar) þá hafa trúarbrögð verið notuð sem stjórn á samfélaginu, allt þangað til þjóðfélög, lýðveldi (banana eður ei), einræðisherrar, lögregluvöld o.s.f.v. „tóku við“ keflinu. Þau eru ótal mörg, og stefnan jafn ólík eins og þau eru mörg. Hvað ef við mannfólkið eignumst nýjan „Guð“, slíkan sem nær allt veit og verndar okkur mannfólkið, sem keyrður er af Blockchain tækninni og tekur gríðarlega upplýstar ákvarðanir fyrir okkur með aðstoð machine learning og AI tækninnar keyrður af petafloppum frá miners sem fá carbon credits sem einhverskonar karma stig. Carbon credits geta þeir svo sem slík hafa, notað til að kaupa eplið sem þeim langar svo í alla leið frá Tyrklandi, eða fallega pilsið frá Bandaríkjunum. Því allt telur þetta og við eigum bara eina jörð... eins og er allavega.

Höfundur er tækninörd og hugsuðurAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.