Handbolti

Guðjón: Frammistaðan gegn Þýskalandi óásættanleg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Árnason, margfaldur Íslands- og bikarmeistari með FH, segir að frammistaða Íslands gegn Þýskalandi í æfingarleikjum á dögunum hafi verið óásættanleg. Hann er áhyggjufullur fyrir EM Í Króatíu.

Ísland hefur leik í Split á föstudaginn, en fyrstu mótherjar Íslands á mótinu eru Svíar, lærisvienar Kristjáns Andéssonar.

„Þeir leikir voru arfaslakir frá A-Ö. Allstaðar á vellinum var sú frammistaða óásættanleg, finnst mér. Þetta setur væntingarnar fyrir mótið í uppnám,” sagði Guðjón Árnason í samtali við Hörð Magnússonar í íþróttafréttum Stöðvar 2.

„Það vita það allir og við höfum skilning á því að við erum í uppbyggingar-fasa og þjóðin gerir sér grein fyrir því. Ég hefði nýtt mér þann meðbyr til fulls og hefði tekið Gísla (Þorgeir Kristjánsson) og Teit (Örn Einarsson) jafnvel með.”

„Þeir hafa verið burðarásar í yngri landsliðunum og eru nýbúnir að gera atvinnumannasamning, Gísli við þetta risa lið. Ég held að þessir eldri leikmenn; Arnór, Ásgeir Örn og jafnvel fleiri, þeir eru bara ekki að gefa okkur meira en þessir ungu drengir gera. Þarna var kjörið tækifæri til að flýta þróuninni.”

Allt innslagið má sjá í spilarnum hér að ofan, en þar talar Guðjón meðal annars um fjarlægð Ísland frá sex bestu liðum heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×