Handbolti

„Höfum oft gert betri liðum grikk“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þrátt fyrir að hafa fundist frammistaða Íslands gegn Þýskalandi í æfingarleikjunum á dögunum óásættanleg telur Guðjón Árnason, margfaldur Íslands- og bikarmeistari með FH, að Ísland muni sigra Svíþjóð í opnunarleik liðsins á mótinu á morgun.

„Ég ætla að spá því að við vinnum Svíana, ég trúi því,“ sagði Guðjón í viðtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá einnig:Guðjón: Frammistaðan gegn Þýskalandi óásættanleg

„Svíarnir eru líka í uppbyggingarfasa. Auðvitað eru þeir með betra lið en við, en við höfum oft sýnt það að við höfum oft náð að gera liðum grikk sem eiga að vera betri en við.“

Hann telur Ísland eigi ekki möguleika gegn Króatíu en geti náð sigri gegn Serbum.

Viðtal Harðar við Guðjón má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikur Íslands og Svíðþjóðar hefst klukkan 17:15 á morgun og er í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Litlar væntingar en möguleikar fyrir hendi

Væntingarnar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir stórmót hafa oft verið meiri en nú. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir algjört lykilatriði að Aron Pálmarsson verði með á EM og vörn Íslands verði sterk.

Aron: Ég er klár í Svíaleikinn

Aron Pálmarsson æfði af krafti með íslenska landsliðinu í Króatíu í dag og virðist hafa hrist af sér bakmeiðslin sem voru að plaga hann á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×