Innlent

Flestir vildu vita hvort megi ljúga

Lovísa Arnardóttir skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Vísir/GVA
Vísindavefur Háskóla Íslands birti árið 2017 alls 334 svör á vef sínum. Heildarfjöldi gesta árið 2017 var samkvæmt talningu Modernus 738.093 og hafði gestum fjölgað um sjö prósent frá árinu 2016, eða rétt tæp 50.000. Sama er að segja um bæði innlit og flettingar árið 2017. Innlit jukust um rétt rúmlega 245.000 og flettingar um rúmlega 263.000.



Iðunn Garðarsdóttir
Birt eru vinsælustu svör hvers mánaðar síðasta árs. Í janúar var til dæmis vinsælast svar Iðunnar Garðarsdóttur, lögfræðings og aðstoðarkonu heilbrigðisráðherra, um hvort bannað sé að ljúga á Alþingi.

Önnur vinsæl svör fjölluðu um hitakrem við bólgum í febrúar, í maí hvort kindur hafi orðið skógum landsins að bana, í júní af hverju bjór hafi verið bannaður á Íslandi en ekki annað áfengi og í nóvember af hverju fremsti hluti typpisins heitir kóngur. Listann er að finna á www.visindavefur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×