Skoðun

Opið bréf til Eyþórs Arnalds

Rósa Ingvarsdóttir skrifar
Nú standa yfir prófkjör í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Einn frambjóðandi í forystusæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþór Arnalds, boðar mikinn niðurskurð og breytingar á borgarkerfinu.

Í dag er staðan þannig í skólamálum í Reykjavík að skólarnir búa við kröpp kjör. Ekki er hægt að veita nemendum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á, til dæmis varðandi sérkennslu og ekki er búið vel að kennurum sem margir hverjir eru að kikna undan álagi. Reykjavíkurborg er leiðandi við samningaborðið og hefur haldið grunnlaunum kennara undir meðallaunum í landinu um langt árabil.

Þess vegna skora ég, sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur, á Eyþór Arnalds að útfæra þær niðurskurðartillögur sem hann boðar. Hyggst hann skera niður í skólamálum eða bæta í verði hann næsti borgarstjóri í Reykjavík. Hvernig hyggst hann koma að þeim mikla kennaraskorti sem er yfirvofandi?

Þetta skiptir okkur borgarbúa miklu máli, Reykjavík á að vera leiðandi í skólamálum og afar brýnt að hafa gott fagfólk sem getur sinnt starfi sínu við bestu starfsaðstæður.

Rósa er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×