Innlent

Bein útsending: Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ. heldur í dag fyrirlestur um samspil kvíða og hegðunarvanda barna.
Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ. heldur í dag fyrirlestur um samspil kvíða og hegðunarvanda barna. Vísir/Stefán
Í dag fer fram fyrsti fyrirlesturinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin. Urður Njarðvík dósent í Sálfræðideild HÍ heldur erindið Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna. Fyrirlesturinn er í dag, 18. janúar, frá klukkan 12 til 13 í í hátíðarsal Háskóla Íslands. Streymt verður frá viðburðinum hér á Vísi í spilaranum neðst í fréttinni klukkan 12:00. 

Undanfarið hefur mikið verið rætt um kvíða meðal barna og unglinga á Íslandi og skimanir benda til þess að tíðni hans sé að aukast. Í erindinu verður fjallað um birtingarmynd kvíða meðal barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir. Einnig verður rætt um tengsl kvíða við hegðunarvanda, hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja og hvers vegna börn með ADHD eiga sérstaklega á hættu að þróa með sér kvíðaraskanir.

Urður segir í samtali við Vísi að börn með hegðunarvandamál séu oft misskilin og að það sé mikilvægt að fylgjast með sjálfstrausti þeirra og streitu. Urður hefur mikla reynslu af bæði vinnu með börnum og af rannsóknum. Hún segir að börn með hegðunarvanda séu oft mjög misskilin og að einkenni kvíða séu oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja.

„Til dæmis skapofsaköst. Fyrir þann sem horfir á líta þau oftast út sem frekja og árásargjörn hegðun. Þess vegna tengjum við þessa hegðun við mótþróa og skort á samstarfsvilja. En í kvíða geta komið mjög kröftug skapofsaköst og hegðunarvandi kemur oft til vegna kvíða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×