Fótbolti

Kári ætlar að ná toppsætinu af Celtic

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason
Kári Árnason vísir/getty
Kári Árnason vonast eftir því að lyfta skoska meistaratitlinum á loft í sumar, en lið hans Aberdeen er átta stigum á eftir toppliði Glasgow Celtic.

„Ég vil alltaf reyna að ná toppliðinu, þannig er bara hugarfarið mitt,“ sagði Kári í viðtali við skoska blaðið Evening Express. „Það er allt mögulegt.“

„Við verðum að vera betri, en Celtic verður líka að tapa stigum. En ef við höldum áfram að minnka forskotið á Celtic þá höldum við hinum liðunum í deildinni fyrir neðan okkur.“

Landsliðsmiðvörðurinn kom til Aberdeen í sumar, en hann hafði áður verið hjá félaginu tímabilið 2011/12. Þeir mæta Rangers, sem er þremur stigum fyrir neðan Aberdeen í þriðja sætinu, eftir viku.

„Við erum að mínu mati með besta liðið í deildinni, fyrir utan Celtic. Við þurfum bara að sanna það á móti þeim og á móti Rangers.“

Kári var að sjálfsögðu spurður út í Heimsmeistaramótið í Rússlandi og hann sagði að fjölskylda sín væri nú þegar búin að bóka flug til Rússlands.

„Ég spilaði í næstum því hverjum einasta landsleik fyrir Ísland svo vonandi fæ ég sæti í hópnum,“ sagði Kári Árnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×