Sport

Keppendur frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu ganga saman inn á setningarhátíð ÓL 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íþróttafólk frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu gengu saman inn á setningarhátíð á ÓL 2000.
Íþróttafólk frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu gengu saman inn á setningarhátíð á ÓL 2000. Vísir/Getty
Allir kóreysku íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu munu ganga einu fylktu liði inn á setningarhátíði leikanna. Þetta var tilkynnt í dag.

Fulltrúar beggja ríkja hafa fundað um samvinnu á milli þjóðanna í tengslum við Ólympíuleikanna sem fara nú fram í Suður-Kóreu og þau náðu þessu samkomulagi. Fundirnir fóru fram í bænum Panmunjom sem er á landamærum ríkjanna.  New York Times segir frá.

Auk þessa mun Kórea senda sameiginlegt lið í íshokkí keppni kvenna á Ólympíuleikunum. Það lið mun spila undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar.

Íshokkíliðið verður fyrsta sameiginlega liðið frá Kóreu síðan að Suður-Kóreu og Norður-Kóreu kepptu undir sama merki á borðtennismóti og unglingamóti í knattspyrnu árið 1991.

Þetta eru góðar fréttir frá Kóreuskaganum á tímum þegar flestar fréttirnar þaðan fjalla um óvissuástand á skaganum eða vopnatilraunir Norður-Kóreumanna.

Kóreski hópurinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang mun ganga inn á völlinn undir sérstökum fána sem mun sýna kóreska skagann óskiptan.

Kórea gekk einu fylktu liði inn á setningarhátíð Ólymopíuleikana í Sydney árið 2000 sem og setningarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Síðast gengu þau saman inn á Asíuleikana árið 2007 en frá þeim tíma hafa þau komið inn á Ólympíuleika í sitthvoru lagi.

Vetrarólympíuleikarnir í Pyeongchang hefjast 9. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×