Innlent

Erfiðara að fá læknistíma út af Læknadögum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Á biðstofunni.
Á biðstofunni.
Aukið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum þessa viku meðan Læknadagar standa yfir.

„Þegar Læknadagarnir eru þá reynum við eftir fremsta megni að sjá um að flestir læknar geti farið á sem flest vegna þess að þetta er bæði gefandi og gagnlegt,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni.

Óskar segir reynt að aðlaga tímabókanir hjá læknum að Læknadögum eins og hægt er. „En það er næstum því helmingur allra lækna hjá okkur sem er að jafnaði inni á Læknadögum á hverri stundu, en menn hafa skipt þessu með sér og fara ýmist fyrir eða eftir hádegi.“ Óskar bendir á að það sé alltaf hægt að fá viðtal við hjúkrunarfræðing og síðdegismóttakan sé einnig opin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×