Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu

20. janúar 2018
skrifar

„Afhverju er það almennur skilningur að konur sem sýna ekki hárið hugsi ekki um það?“ segir nýtt andlit L´Oreal, fyrirsætan Amena Khan, en hún er í aðalhlutverki í nýjum hárvöruauglýsingum snyrtivörufyrirtækisins. Eins og sést ber Khan höfuðslæðu, eða Hijab, og sést því ekki í hár hennar. 

Khan segir, í samtali við Vogue, snyrtivörurfyrirtækið vera að brjóta blað og að þetta sé mikill sigur fyrir konur sem kjósa að hylja hár sitt trúar sinnar vegna. Hún segir L´Oreal hafi komsit í gegnum ákveðið glerþak sem hefur alltaf verið til staðar fyrir konur.

„Hversu mörg fyrirtæki er að gera hluti á borð við þetta? Ekki mörg. Það er verið að setja stelpu með höfuðslæðu - þar sem ekki hárið er hvergi sjáanlegt - í hárherferð. Það er vegna þess að þau kunna að meta okkar raddir og áhrif.“