Cara Delevingne aflitar á sér hárið

06. mars 2017
skrifar

Seinustu mánuði hefur lítið farið fyrir fyrirsætunni Cara Delevingne. Hún er þó mætt á tískuvikuna í París og er að stela allri athyglinni. Fyrirsætan er búin að aflita á sér hárið og klippa það stutt. 

Þessar dramatísku breytingar fara henni afar vel og eru eflaust fleiri sem eiga eftir að feta í fótspor hennar. Hún hefur lengi vel verið með skollitað hár en henni hefur fundist vera kominn tími á breytingar.