Enski boltinn

Jones: Ég á Allardyce mikið að þakka

Dagur Lárusson skrifar
Phil Jones
Phil Jones vísir/getty
Phil Jones, leikmaður Manchester United, segir að hann eigi Sam Allardyce mikið að þakka.

Phil Jones spilaði undir stjórn Allardyce hjá Blackburn á árunum 2009 til 2011 en það var Allardyce sem tók hann úr unglingaliðinu og gaf honum sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni árið 2010 gegn Chelsea en þá var Jones aðeins 18 ára.

„Ég á honum mikið að þakka fyrir að gefa mér séns,“ sagði Jones.

„Ungir leikmenn þurfa að fá stuðning og þeir þurfa að fá sénsinn og hann gaf mér það.“

Sam Allardyce tók við Everton eftir að Ronald Koeman var rekinn frá liðinu í október en þá sat liðið í neðstu sætum deildarinnar. Síðan þá hefur Allardyce komið Everton upp í 9.sæti deildarinnar.

„Hann er mjög góður í því sem hann gerir. Hann gerir einfaldlega það sem þarf til til þess að fá góð úrslit. Sumum líkar illa við hans stíl en þegar allt kemur til alls þá virkar hans stíll.“

Phil Jones og félagar í Manchester United fara í heimsókn til Everton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×