Innlent

Ullarbrók, hrosshöfuð og sólstrandargæi í -0,8 gráðum í Nauthólsvík

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Það var fallegt veður en nístingskuldi í Nauthólsvíkinni í dag þegar vaskir sjósundsgarpar fögnuðu nýju ári og skelltu sér í sund klæddir í búningum í árlegu nýárssundi en um tvö hundruð manns tóku þátt í búningasundinu að þessu sinni.

Það er allra meina bót að skella sér í sjósund á nýársdag segja þeir allra hörðustu sem mættu galvaskir í Nauthólsvíkina í dag. Sjórinn var að sögn þeirra sem þekkja til með besta móti í dag þótt hann væri í kaldara lagi. Hitastig sjávar var ekki nema mínus núll komma átta gráður sem gerir daginn í dag að einum kaldasta degi vetrarins til sjósunds.

Sundkappar létu þó kuldann ekki á sig fá en sumir voru að mæta í fyrsta sinn á meðan aðrir hafa tekið þátt svo árum skipti. Hefð hefur skapast fyrir því að mæta í búning í nýárssundið og voru búningarnir ekki af verri endanum í ár en hárkollur og hin ýmsu höfuðföt voru sérstaklega áberandi að þessu sinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×