Innlent

Ræða næstu skref í #metoo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kolbrún Halldórsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir Vísir/GVA

„Þetta verða alþingismenn, ég geri ráð fyrir að þarna verði ráðherra, grasrótin, ungliðar. Þarna verður fókusað á ábyrgð stjórnmálaflokkanna í framhaldinu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra.

Hún verður fundarstjóri á fundi sem allir stjórnmálaflokkarnir standa að um #metoo sem fram fer 31. janúar á Grand Hóteli. Tilgangurinn er að leggja drög að aðgerðaáætlun sem flokkarnir geta notað í sínu starfi.

Það er ekki algengt að þeir standi saman að slíkum atburði. „Ég held að þetta sé svolítið sérstakt, það er alveg rétt,“ segir Kolbrún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.