Fótbolti

Barcelona gerir tilboð í Coutinho fljótlega

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Vísir/Getty

Spænska stórveldið Barcelona mun bjóða 110 milljónir evra í hinn brasilíska Philippe Coutinho á næstunni.

Þetta staðfestir Guillem Balague, sérfræðingur um spænska fótboltann.

Coutinho er á mála hjá Liverpool en Barcelona gerði þrjú kauptilboð í leikmanninn í sumar sem var öllum hafnað.

„Stjórnarmanninum Bartomeu finnst hann skulda Coutinho fyrir hversu mikið hann hefur reynt að komast til Barcelona. Stærstu stjörnur þeirra vilja fá hann,“ sagði Balague á Twitter.

Coutinho er sagður hafa tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann vilji ekki spila annan leik fyrir enska félagið.

Tengdar fréttir

Nike bauð upp á nafn Coutinho á Barcelona treyju

Umræðan um möguleg félagsskipti Philippe Couthinho frá Liverpool til Barcelona hefur farið mikinn síðan í sumar þegar félagið reyndi ítrekað, en án árangurs, að kaupa Brasilíumanninn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.