Sport

Namajunas: Beltið skiptir ekki máli ef þú ert fáviti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rose eftir að hún varð meistari.
Rose eftir að hún varð meistari. vísir/getty

Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, ætlar sér að reyna að hafa jákvæð áhrif á bardagaheiminn með því að sýna betra fordæmi en margir aðrir í hennar stöðu.

Hún kom bardagaheiminum á óvart er hún kláraði þáverandi meistara, Joanna Jedrzejczyk, með rothöggi í fyrstu lotu í bardaga þeirra í nóvember. Eftir bardagann talaði hún mikið um jákvæðni og hvaða áhrif hún vildi hafa. Það var eins og titillinn skipti hana ekki of miklu máli.

„Að ég segi að beltið skipti ekki máli er ekki alveg svo einfalt. Ég var að meina að það skiptir ekki máli ef þú ert síðan fáviti,“ sagði Namajunas.

„Það skiptir mig ekki miklu máli að vera best í heiminum ef ég er ekki góð persóna. Ég vil vera fyrirmynd og stuðla að því að fólk komi betur fram við hvort annað. Hver er tilgangurinn að klifra á toppinn ef þú ætlar svo bara að ýta öðru fólki niður í stað þess að taka það upp með þér?“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.