Fótbolti

Svava Rós í atvinnumennsku til Noregs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með Blikum í sumar
Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með Blikum í sumar vísir/Ernir ´

Svava Rós Guðmundsdóttir hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Røa, en hún lék með Breiðabliki í Pepsi deild kvenna á síðasta tímabili.

Mbl.is greinir frá þessu í dag og þar segir að Svava hafi samið til eins árs.

Hún er 22 ára gömul og hefur leikið með Blikum síðustu þrjú ár, en hún kom til Blika frá Val. Svava hefur verið stoðsendingahæst í Pepsi deildinni síðustu tvö tímabil

„Ég fór og skoðaði aðstæður fyrir jól, æfði með liðinu og þetta leit allt mjög vel út,“ sagði Svava í samtali við mbl.

Hún segist hafa ráðfært sig við landsliðskonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, en hún spilar með Vålerenga í sömu deild.

Svava æfði með Gautaborg síðasta vetur en samdi ekki við sænska liðið vegna meiðsla.

Svava er fimmti leikmaður Breiðabliks sem fer í atvinnumennsku í vetur, á eftir Fanndísi Friðriksdóttur, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, Rakel Hönnudóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.