Lífið

Hversdagsreglur: Handaband, knús eða koss á kinn?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumir heilsast með misjöfnum hætti.
Sumir heilsast með misjöfnum hætti.
Annar þáttur af Hversdagsreglum fór í loftið í gær en í þessum skemmtilegu þáttum, sem eru sýndir öll fimmtudagskvöld á Stöð 2, er fjallað um þau fjölmörgu álitaefni sem við stöndum frammi fyrir daglega og lög og reglugerðir leysa ekki fyrir okkur.

Í þætti gærkvöldsins var meðal annars fjallað um hvernig eigi að heilsast og hvort rétt sé að fara í knús, koss á kinn eða þrefaldan koss á kinn eða hvort frekar eigi að styðjast við gamalt og gott handaband. Einnig er fjallað um hver sé eðlileg lengd handabands en ýmislegt er í gangi í dag í þeim efnum sem hæglega getur valdið ruglingi. 

Hér má sjá atriðið í heild sinni og regluna sem hin leyndardómsfulla nefnd setur um málið. Að neðan er svo hægt að segja sína skoðun.

Fylgjast má með Hversdagsreglunum á Twitter hér.

Hér að neðan má taka þátt í könnun um málið.


Tengdar fréttir

Hver eignast áfengið sem verður eftir í partýi?

Hversdagsreglur er nýr sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi en í þáttunum eru settar reglur um flókin álitaefni sem koma ítrekað upp í samskiptum fólks og ekki er alveg augljóst hvernig leysa skuli úr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×