Erlent

Flugmaður fékk flugvélahurð í sig og lést

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla telur ekki að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla telur ekki að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Flugmaður lést í slysi á flugvellinum í Kittilä í norðurhluta Finnlands í gær. Frá þessu greinir YLE.

Flugmaðurinn, sem var fimmtugur að aldri, á að hafa verið á leiðinni um borð í flugvél þegar hurð flugvélarinnar fór í hann með þeim afleiðingum að hann lést samstundis.

Vélin er af gerðinni Gulfstream G 150, með sæti fyrir tuttugu farþega, og skráð í Austurríki. Fram hefur komið að maðurinn sem lést sé ekki finnskur ríkisborgari. Lögregla telur ekki að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Kittilä er að finna um 150 kílómetrum norður af Rovaniemi og um 80 kílómetrum frá sænsku landamærunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×