Börsungar komnir með sautján stiga forskot á erkifjendurna

Suárez og Messi ræða málin í leiknum í kvöld.
Suárez og Messi ræða málin í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Barcelona heldur áfram að stinga af í baráttunni um spænska meistaratitilinn en eftir 3-0 sigur gegn Levante eru Börsungar komnir með sautján stiga forskot á erkifjendur sína í Real Madrid.

Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Madrídinga á síðasta tímabili hefur Barcelona ekki enn tapað leik eftir átján umferðir en Madrídingar geta enn saxað á forskotið þar sem þeir eiga tvo leiki til góða.

Það voru kunnugleg andlit sem sáu um markaskorunina fyrir Barcelona í dag, Lionel Messi kom heimamönnum yfir og stuttu síðar bætti Luis Suárez við marki.

Með markinu komst hann upp fyrir Samuel Eto'o og er nú 7. markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Paulinho bætti við þriðja marki Barcelona undir lok leiksins og innsiglaði endanlega sigurinn.

Ousmane Dembele lék fyrsta leik sinn í byrjunarliði í deildinni í langan tíma en hann er að fara af stað á ný eftir erfið meiðsli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira