Körfubolti

Ingi Þór um stigalausa leikhlutann: Sorglegt að bjóða upp á þetta

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin eftir stórtap gegn Keflavík í dag í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð.

Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst.

 

„Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn.”

Snæfell fór stigalaust í gegnum fjórða leikhluta.

„Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks.

Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik.

„Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.”

Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan.  

„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×