Enski boltinn

Leeds tapaði óvænt gegn fjórðudeildarliði

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Leikmenn og áhangendur Newport fögnuðu sigurmarkinu innilega.
Leikmenn og áhangendur Newport fögnuðu sigurmarkinu innilega. Vísir // Getty
Hið fornfræga félag, Leeds United, laut óvænt í lægra hald gegn fjórðudeildarliðinu Newport County í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Lokatölur 2-1 í Suður-Wales.

Leeds byrjaði leikinn vel og komst yfir á 9. mínútu með marki Gaetano Berardi. Stefndi allt í nauman sigur hinna hvítklæddu, allt þar til að Conor Shaughnessy varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið mark á 76 mínútu.

Við það jóx velska liðinu ásmegin og áttu þeir nokkrar álitlegar sóknir. Ein slík skilaði sigurmarkinu, sem Shawn McCoulsky skoraði á 89 mínútu. Varð allt vitlaust í stúkunni á meðal áhangenda liðsins enda um ein stærsta sigur liðsins að ræða.

Staða liðanna í deildarkeppnum Englands er gjörólík. Leeds er í 6. sæti Championship deildarinnar og er í harðri baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Newport er hins vegar sem fyrr segir í fjórðu efstu deild, League Two, og eru þar um miðja deild, eða í 11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×