Enski boltinn

Bræðrapartý hjá Chelsea í spilunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thorgan Hazard.
Thorgan Hazard. Vísir/Getty
Belgísku Hazard-bræðurnir eru í dag tveir í herbúðum Chelsea en þeim gæti fjölgað ef marka má frétt þýska blaðsins Bild í dag.

Bild heldur því fram að Chelsea hafi mikinn áhuga á því að fá framherjann Thorgan Hazard frá Borussia Monchengladbach.

Fyrir á Stamford Bridge eru þeir Eden Hazard og Kylian Hazard. Eden er 27 ára gamall og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en Kylian er 22 ára og spilar með 23 ára liði félagsins.

Chelsea fékk Kylian frá ungverska liðinu Újpest í lok ágúst síðastliðnum en hann þarf að bíða eftir sínu tækifæri með aðalliðinu.

Thorgan Hazard er 24 ára og er með samning við Gladbach til 2020. Hann var í herbúðum Chelsea frá 2012 til 2015 og var fyrst lánaður til Borussia Monchengladbach.

Hazard hefur spilað vel með Gladbach á þessu tímabili og er með 6 mörk og 6 stoðsendingar í  17 leikjum í þýsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×