Bíó og sjónvarp

Vandræðalegasta augnablikið á Golden Globe

Stefán Árni Pálsson skrifar
James Franco stoppaði gamla.
James Franco stoppaði gamla.

Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt.



Hátíðin þótti heppnast vel og setti #metoo svip sinn á hátíðina en konur klæddust upp til hópa svörtu til að sýna samstöðu.



Eitt augnablik vakti nokkra athygli og það var þegar leikarinn James Franco, sem hlaut verðlaun fyrir besta leikara í grínmynd/söngleik, tók við verðlaunum sínum.



Franco fer með aðalhlutverkið í The Disaster Artist. Þar leikur hann kvikmyndagerðamanninn Tommy Wiseau sem hefur alla tíð þótt nokkuð sérstakur maður sem starfar með öðruvísi hætti en þekkist í Hollywood.



Franco kallaði Wiseau upp á sviðið í þakkarræðu sinni en var fljótur að grípa í taumana þegar Wiseau ætlaði að tjá sig í hljóðnemannn.



Hér að neðan má sjá ræðu Franco frá því í gærkvöldi og atvikið sem hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum og á Twitter.


Tengdar fréttir

Sáu svart á Golden Globes í ár

Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×