Handbolti

Misjafnt gengi andstæðinga Íslands um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Duvnjak og félagar í króatíska liðinu eru tilbúnir fyrir EM.
Duvnjak og félagar í króatíska liðinu eru tilbúnir fyrir EM. vísir/getty
Andstæðingar Íslands á EM spiluðu sína síðustu æfingaleiki fyrir EM um helgina rétt eins og íslenska liðið.

Króatar hituðu upp í keppnishöllinni í Split þar sem tíu þúsund manns troðfylltu húsið. Svartfellingar voru komnir í heimsókn og veittu fína mótspyrnu en máttu sætta sig við tap, 25-22.

Króatar sögðu eftir leikinn að allt væri eins og það ætti að vera í Split og þeir eru tilbúnir að taka við stuðningsmönnum Íslands sem og hinna þjóðanna.

Serbía, sem er lokaandstæðingur Íslands í riðlakeppninni, var á heimavelli og mátti sætta sig við tap, 29-32, gegn Makedóníu.

Svíar, sem er fyrsti andstæðingur Íslands á EM, gerðu svo jafntefli, 29-29, gegn Ungverjum sem einnig verða á EM. Svíar mæta Ungverjum aftur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×