Handbolti

Vita meira um meiðsli Arons í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í leik gegn Frökkum.
Aron í leik gegn Frökkum. vísir/afp
Það er enn óljóst hversu alvarleg meiðsli Arons Pálmarssonar eru en hann gat ekki spilað vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi í gær.

Aron er meiddur í baki og samkvæmt Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, er hann í stöðugri meðferð hjá lækni og sjúkraþjálfurum landsliðsins.

„Þeir eru með hann í meðferð og við munum svo taka stöðuna síðar í dag. Við munum vita meira um stöðuna á honum í kvöld,“ segir Róbert en staðan er ekki svo alvarleg að búið að sé að kalla á annan leikmann í stað Arons.

Allir aðrir leikmenn landsliðsins komust heilir frá leikjunum gegn Þjóðverjum og eru klárir fyrir EM. Landsliðið heldur til Split í Króatíu á miðvikudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×