Enski boltinn

United fer til Yeovil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho fer með sína drengi til Yeovil
José Mourinho fer með sína drengi til Yeovil vísir/getty
Fjórðu deildar lið Yeovil fékk rúsínuna í pylsuendanum þegar dregið var til fjórðu umferðar ensku bikarkeppninnar í kvöld, en liðið fékk heimaleik gegn Manchester United.

Tveir úrvalsdeildarslagir verða í fjórðu umferðinni, en þeir gætu orðið fjórir. Enn eiga níu einvígi úr þriðju umferðinni eftir að klárast.

Liverpool mætir West Bromwich Albion á Anfield og Southampton tekur á móti Watford. Chelsea mætir Newcastle á Stamford Bridge ef Englandsmeistararnir ná að vinna endurtekin leik gegn Norwich.

Bournemouth og West Ham gætu mæst, en bæði gerðu jafntefli um helgina og þurfa því að spila aftur til þess að tryggja sig í fjórðu umferðina.

4. umferð ensku bikarkeppninnar:

Liverpool - West Brom

Peterborough - Fleetwood/Leicester

Notts County - Wolves/Swansea

Huddersfield - Birmingham

Yeovil - Manchester United

Carlisle/Sheffield Wednesday - Stevenage/Reading

Cardiff/Mansfield - Manchester City

MK Dons - Coventry

Millwall - Rochdale

Southampton - Watford

Middlesbrough - Brighton/Crystal Palace

Bournemouth/Wigan - Shrewsbury/West Ham

Hull - Nottingham Forest

Newport - Tottenham

Norwich/Chelsea - Newcastle

Sheffield United - Preston




Fleiri fréttir

Sjá meira


×