Erlent

Þrettán þúsund ferða­menn stranda­glópar í sviss­neskum Alpa­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill snjór hefur fallið í Alpafjöllum síðustu dagana.
Mikill snjór hefur fallið í Alpafjöllum síðustu dagana. Vísir/AFP
Gríðarlegt fannfergi hefur lokað öllum götum og lestarleiðum til svissneska alpabæjarins Zermatt. Um 13 þúsund ferðamenn eru nú strandaglópar í bænum.

Guardian greinir frá. Janine Imesch, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Zermatt, segir að rafmagnsleysi sé einnig í bænum.

Um 5.500 íbúar eru í Zermatt og eru pláss fyrir um 13.400 ferðamenn í bænum.

Skíðafólki hefur verið meinað að nýta sér nýfallinn snjóinn til skíðaiðkunar þar sem mikil hætta er á snjóflóðum í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×