Erlent

Flýja flóð og aurskriður í kjölfar skæðra skógarelda

Kjartan Kjartansson skrifar
Alls hefur um 30.000 manns í nágrenni Los Angeles verið skipað að flýja heimili sín vegna yfirvofandi flóða- og aurskriðuhættu.
Alls hefur um 30.000 manns í nágrenni Los Angeles verið skipað að flýja heimili sín vegna yfirvofandi flóða- og aurskriðuhættu. Vísir/AFP
Þúsundir íbúa í Kaliforníu hafa flúið heimili sín af ótta við óveður sem varað er við að gæti valdið skyndiflóðum og aurskriðum á svæðum sem urðu illa úti í miklum skógareldum í síðasta mánuði. Úrhellisrigningu er spáð í nágrenni Los Angeles.

Yfirvöld hafa varað íbúa í Ventura, Santa Barbara og Los Angeles-sýslu sem búa nærri þeim svæðum sem brunnu í eldunum við hættunni og í sumum tilfellum skipað þeim að hafa sig á brott. Jafnvel er búist við því að úrkoman nái 2,5 sentímetrum á klukkustund í kvöld.

Svæðin sem brunnu er sérstaklega hættuleg því þar getur aur og brak eftir eldana farið af stað með tilheyrandi hættu. Thomasareldurinn svonefndi, sem var stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu, brenndi gróður sem batt saman jarðveginn og bakaði vaxkennd jarðlög sem kemur í veg fyrir að vatnið geti síast ofan í jarðveginn, að því er segir í frétt Reuters.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×