Innlent

Á allra vörum afhendir Kvennaathvarfinu 90 milljónir

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, veitti fjármununum viðtöku í dag og sagði stórkostlegt að fylgjast með krafti kvenna í sinni tærustu mynd.
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, veitti fjármununum viðtöku í dag og sagði stórkostlegt að fylgjast með krafti kvenna í sinni tærustu mynd. Á allra vörum
Í dag afhenti Á allra vörum Kvennaathvarfinu söfnunarféð sem safnaðist í þjóðarátakinu sem fram fór síðastliðinn september. Söfnunin skilaði 78 milljónum króna auk gjafa og annars framlags sem metið er á um 12 milljónir króna.

Um 90 milljónir skila sér því til Kvennaathvarfsins í heildina. Í ár var kastljósinu beint að málefni tengdu kvennaathvarfinu og safnað var sérstaklega fyrir konur sem eiga ekki í önnur hús að venda eftir að dvöl í Kvennaathvarfinu lýkur.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, veitti fjármununum viðtöku í dag og sagði stórkostlegt að fylgjast með krafti kvenna í sinni tærustu mynd.

„Að mínu viti hefur söfnun af þessu tagi tvíþætt gildi; peningarnir eru nauðsynlegir til húsbyggingarinnar, en síðan er það sú mikla umræða sem átti sér stað samhliða söfnuninni sem er gríðarlega mikilvæg sem og þessi mikli hlýhugur í garð kvenna og barna sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna ofbeldis,“ segir Sigþrúður í fréttatilkynningu.

Þá segist hún hlakka til að sjá nýtt húsnæði rísa og að starfsemin muni skipta sköpum í lífi kvenna og barna sem þar munu búa.

Aðstandendur Á allra vörum vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í átakinu og undirbúningi þess. Þetta er áttunda söfnunin sem haldin er undir merkjum Á allra vörum og alls hafa safnast rúmlega 600 milljónir króna til hinna ýmsu málefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×