Innlent

Göngumaður í vanda við Móskarðshnjúka

Þórdís Valsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa
 Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er viðkomandi göngumaður á gönguleið og verður hann líklegast sóttur á sexhjóli slökkviliðsins.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er viðkomandi göngumaður á gönguleið og verður hann líklegast sóttur á sexhjóli slökkviliðsins. Vísir/Stefán
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi á þriðja tímanum í dag fjallabíl og einn sjúkrabíl að Móskarðshnjúkum austur af Esjunni til að sækja göngumann sem var í ógöngum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er viðkomandi göngumaður á gönguleið og verður hann líklegast sóttur á sexhjóli slökkviliðsins.

Ekki liggur fyrir hvað sakar að göngumanninum að svo stöddu.

Uppfært kl. 16:00:

Fimm slökkviliðsmenn eru að aðstoða manninn að svo stöddu og eru þeir með sexhjól meðferðis til þess að ferja manninn niður af Móskarðshnjúkum. 

Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins er maðurinn lítillega slasaður en hann mun hafa snúið sig á ökkla og hrasað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×