Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um umsögn dómnefndar um umsækjendur um dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur en nefndin er sökuð um geðþótta og ómálefnaleg sjónarmið. Settur dómsmálaráðherra hefur þegar kallað eftir skýringum frá nefndinni.

Við fjöllum líka um lögregluskort en færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir hjá lögregluembættum.

Í fréttatímanum verður líka umfjöllun um menntabyltingu í Reykjanesbæ en hlutfall háskólamentaðra í Suðurnesjum hefur hækkað mikið á síðustu árum.

Þá hittum við ungan orgelsnilling sem leysir af sem organisti í Hveragerðiskirkju. Hann er aðeins fjórtán ára en þykir afar fær og er jafnvígur á orgel og flygil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×