Innlent

Tíu áramótabrennur í Reykjavík

Anton Egilsson skrifar
Eldur verður borinn að köstunum klukkan 20.30 á öllum stöðum nema tveimur - Úlfarsfelli og í Skerjafirði.
Eldur verður borinn að köstunum klukkan 20.30 á öllum stöðum nema tveimur - Úlfarsfelli og í Skerjafirði. Reykjavíkurborg
Áramótabrennurnar í Reykjavík eru á hefðbundnum stöðum og með svipuðu sniði ár hvert. Í kvöld, gamlárskvöld, eru þær á tíu stöðum og með tveimur undantekningum er borinn eldur að köstunum kl. 20.30. 

Á Úlfarsfelli verður tendrað klukkan 15 um daginn og í Skerjafirði verður eldur borinn að kestinum klukkan 21.00 eftir blysför sem hefst klukkan 20.30.

Áramótabrennurnar verða á eftirtöldum stöðum:

  • Við Ægisíðu, stór brenna.
  • Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48 - 52, lítil brenna (tendrað kl. 21.00, eftir blysför sem hefst kl. 20.30).
  • Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna.
  • Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18,  lítil brenna.
  • Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna.
  • Við Suðurfell, lítil brenna.
  • Við Rauðavatn að norðanverðu, stór brenna. 
  • Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna.
  • Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.
  • Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað klukkan 15:00)
Stærð brennanna ræðst af mati Eldvarnareftirlitsins á aðstæðum á hverjum stað og eru gestir beðnir um að virða þá reglu að vera ekki með skotelda við brennurnar þar sem mannfjöldi er.

„Stjörnuljós og blys eru betri kostur enda barnvænt og hættulítið. Munum eftir hlífðargleraugum og hönskum,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×