Innlent

Bein útsending: Fréttatími Stöðvar 2 á gamlársdag

Fréttastofa Stöðvar 2 stendur vaktina á gamlársdag eins og alla aðra daga ársins. Fréttirnar á þessum hátíðardegi hefjast klukkan 12.00. Hin árlega Kryddsíld hefst svo klukkan 14.00.

Forsætisráðherra segir að nýir kjarasamningar séu mest aðkallandi verkefnið í byrjun nýs árs. Ríkisráð kom saman á Bessastöðum í morgun. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu.

Harka er að færast í mótmæli sem staðið hafa yfir í Íran síðustu daga. Tveir eru látnir eftir að óeirðarlögregla skaut á mótmælendur.

Við fjöllum líka um annir á bráðamóttöku á gamlársdag en þetta er annasamasti dagur ársins þar og bein tengsl eru á milli áfengisneyslu og flugeldaóhappa. Við fjöllum líka um flugeldasölu og brennur í tímanum. Neikvæð umræða um flugelda virðist ekki hafa nein haft áhrif á flugeldasölu og hefur hún farið vel af stað hjá björgunarsveitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×