Innlent

1607 hlupu í Gamlárshlaupi ÍR

Anton Egilsson skrifar
Úr hlaupinu í fyrra.
Úr hlaupinu í fyrra. ÍR
Baldvin Þór Magnússon og María Birkisdóttir komu fyrst í mark í karla- og kvennaflokki í Gamlárshlaupi ÍR sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu í dag. 1607 hlauparar tóku þátt í hlaupinu í dag en hlaupið sem er árlegur viðburður fór nú fram 42. skipti.

Það ríkir ávallt mikil gleði og stemmning í Gamlárshlaupi ÍR þar sem skapast hefur sú hefð að hlauparar mæti í skrautlegum búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið. Þó að margir hlaupi sér til skemmtunar eru aðrir sem mæta íklæddir keppnisskapinu og reyna að bæta sig eða ná settu hlaupamarkmiði fyrir lok árs. Kjöraðstæður voru til að hlaupa og skemmta sér í dag, auð hlaupabraut og logn.

Sigurvegarar í hlaupinu:

1. Baldvin Þór Magnússon 00:32:34

2. Bjartmar Örnuson 00:33:09

3. Max Costley 00:33:37

1. María Birkisdóttir 00:37:20

2. Elísabet Margeirsdóttir 00:40:37

3. Agnes Kristjánsdóttir 00:40:47

Sigurvegarar í karlaflokki.ÍR
Sigurvegarar í kvennaflokki.ÍR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×