Innlent

Leitaraðgerðum haldið áfram í Hvalfirði: Drónar sendir á vettvang

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Drónar hafa verið sendir á vettvang í Hvalfirði.
Drónar hafa verið sendir á vettvang í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm
Leitaraðgerðir í Hvalfirði hafa ekki borið árangur en vegfarandi tilkynnti um að hann hefði séð neyðarkall með ljósmerki frá sjó, innarlega í firðinum laust fyrir hádegi í dag. 

Björgunarsveitir frá Akranesi, Kjalarnesi og Reykjavík voru í kjölfarið kallaðar út og hófu þær leit á svæðinu upp úr hádegi.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, standa leitaraðgerðir enn yfir. „Um fjörutíu manns frá okkur eru komnir í verkefni og einhverjir eru á leiðinni. Búið er að kalla dróna frá Reykjavík og Landhelgisgæslan mun koma með sinn dróna,“ segir Davíð. 

Davíð segir að leitinni verði haldið áfram þar til búið verði að ganga úr skugga um að engin hætta sé á ferðum. Að hans sögn var tilkynnandinn fullviss um að hafa séð ljósmerki á firðinum. Ekki er talið að um neyðarblys sé að ræða, heldur ljósmerki. 

„Við tökum þessari tilkynningu alvarlega og höldum aðgerðunum áfram þar til við höfum leitað af okkur allan grun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×