Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin árið 2017

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Terry kvaddi Chelsea með meistaratitli.
Terry kvaddi Chelsea með meistaratitli. vísir/getty
Nú þegar árið er að líða sitt skeið er við hæfi að líta yfir farinn veg í ensku úrvalsdeildinni.

Janúar

Wayne Rooney nær 250 mörkum fyrir Manchester United og verður þar með markahæsti leikmaður í sögu félagsins.





Gabriel Jesus var keyptur til Manchester City og Mamadou Sakho fór á lán til Crystal Palace, viðbót sem reyndist mikilvægur hlekkur í að halda úrvalsdeildarsæti Lundúnaliðsins.

Febrúar

Chelsea náði tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. Belginn Eden Hazard skoraði stórbrotið mark í 3-1 sigri Chelsea á Arsenal.





Mars

Romelu Lukaku átti frábæran mánuð fyrir Everton. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar í þremur leikjum.



 

Apríl

60 leikir voru spilaðir í úrvalsdeildinni í apríl mánuði. Sunderland féll eftir tap gegn Bournemouth á heimavelli, en Tottenham gafst ekki upp í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.







Maí

Chelsea lyfti titlinum eftirsótta. Middlesbrough og Hull fylgdu Sunderland niður í 1. deildina. 







Harry Kane var markakóngur tímabilsins með 29 úrvalsdeildarmörk. 











Júní

Newcastle snéri aftur í úrvalsdeildina, en Brighton og Huddersfield fögnuðu sæti í deild hinna bestu í fyrsta skipti.

Júlí

Manchester United kaupir Romelu Lukaku fyrir 75 milljónir punda. Lukaku byrjaði feril sinn vel hjá rauðu djöflunum, en hefur síðan hægst á markaskorun hjá Belganum.







Ágúst



Úrvalsdeildin byrjaði aftur að rúlla. Opnunarleikur tímabilsins fór fram á föstudagskvöldi þar sem Arsenal sigraði Leicester 4-3 á Emirates. 

Wayne Rooney snéri aftur á Goodison Park, Chicharito snéri aftur í úrvalsdeildina, Chelsea náði í Alvaro Morata og Liverpool keypti Mohamed Salah og Alex Oxlade-Chamberlain. 

Gylfi Þór Sigurðsson verður dýrasti leikmaður í sögu Everton þegar hann kom frá Swansea.









September

Manchester City byrjar ógnarsterka sigurgöngu sína á 5-0, 6-0 og 5-0 sigrum. 97 mörk voru skoruð í úrvalsdeildinni í september, en ekkert kom frá Crystal Palace sem var stigalaust á botni deildarinnar. 

Október

Áfram hélt Manchester City og náði bestu byrjun á tímabili sem nokkurt lið hefur náð í sögu úrvalsdeildarinnar. 

Roy Hodgson mætti á Selhurst Park og Crystal Palace náði í fyrsta sigurinn, fyrstu mörkin og fyrstu stigin á tímabilinu í 2-1 sigri á Chelsea.









Nóvember

Manchester City mætti Arsenal, Chelsea tók á móti Manchester United og Arsenal lék við Tottenham í mánuði stórleikjanna sem allir féllu með heimaliðinu.

Mohamed Salah varð fyrsti Egyptinn til þess að verða valinn leikmaður mánaðarins, en hann skoraði sjö mörk fyrir Liverpool í nóvember. 

Desember

Harry Kane bætti met Alan Shearer yfir flest mörk skoruð á almannaksári þegar hann skoraði sína áttundu þrennu á árinu. 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×