Innlent

Leitaraðgerðum hætt í Hvalfirði

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Mynd/Gunnar Ingi Halldórsson
Leit hefur verið hætt í Hvalfirði en aðgerðir hafa staðið yfir frá því á hádegi í dag eftir að vegfarandi tilkynnti um að hann hefði séð neyðarkall með ljósmerki frá sjó, innarlega í firðinum.

Björgunarsveitir frá Akranesi, Kjalarnesi og Reykjavík voru kallaðar út og hófu þær leit á svæðinu upp úr hádegi. Umfang aðgerðanna var aukið um tvöleytið í dag og voru drónar meðal annars sendir út.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, fullyrti í samtali við Vísi að lögregla hefði hætt leitinni skömmu fyrir þrjú en engar vísbendingar höfðu fundist um að hætta væri á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×