Erlent

Stjórnarkrísu afstýrt í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Utanríkisráðherrann Anders Samuelsen, formaður Liberale Alliance, vill að ráðist verði í skattalækkanir.
Utanríkisráðherrann Anders Samuelsen, formaður Liberale Alliance, vill að ráðist verði í skattalækkanir. Vísir/AFP
Minnihlutastjórn Danmerkur hefur tekist að afstýra stjórnarkrísu eftir að stjórnarflokkurinn Frjálslynda bandalagið (LA) samþykkti að greiða atkvæði með fjárlögum stjórnarinnar, án þess að fá kröfur sínar um skattbreytingar samþykktar.

Utanríkisráðherrann Anders Samuelsen, formaður LA, segir að hann hafi samþykkt að fresta viðræðum um skattbreytingar fram yfir jólafrí þingmanna.

„Ég er reiðubúinn að gera aðra tilraun,“ segir Samuelsen en leggur áherslu að ekki sé útilokað að flokkurinn muni fella ríkisstjórnina síðar, verði ekki gengið að skattalækkunarkröfum flokksins.

Forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen kveðst ánægður með að danska þingið geti nú greitt atkvæði um fjárlögin næstkomandi föstudag.

„Við getum svo tekið upp viðræður um skattabreytingar, innflytjendamál og varnarmál þegar þingið kemur saman að nýju eftir jólafrí,“ segir forsætisráðherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×