Íslenski boltinn

Semur Birkir við Val í dag?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. vísir/ernir

Valsmenn hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16.00 í dag þar sem áætlað er að tilkynna stærstu tíðindin af leikmannamálum Pepsi-deildar karla þetta haustið eins og það er orðað í tilkynningu Vals.

Líklegt verður að teljast að Birkir Már Sævarsson muni í dag semja við Val en hann hefur verið orðaður við sitt gamla uppeldisfélag undanfarna mánuði. Hann er samningslaus eftir að samningur hans við Hammarby í Svíþjóð rann sitt skeið og er þar að auki að jafna sig eftir að hann viðbeinsbrotnaði í síðasta leik sínum í Svíþjóð.

Birkir Már hefur verið fastamaður í liði Íslands síðustu árin og var byrjunarliðsmaður í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Hann á 76 landsleiki að baki en spilaði síðast í efstu deild hér á landi árið 2008.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.