Enski boltinn

Clement rekinn frá Swansea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Clement faðmar Gylfa Þór Sigurðsson.
Paul Clement faðmar Gylfa Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement.

Liðið situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir 18 umferðir og „urðu að gera breytingu til þess að snúa gengi liðsins við,“ eins og segir í tilkynningu félagsins.

Bandaríkjamaðurinn náði ekki ári í starfi, en hann var ráðinn til félagsins 3. janúar 2017 og náði, með hjálp Gylfa Þórs Sigurðssonar, að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni.

Aðstoðarþjálfarar Clement, Nigel Gibbs og Karl Halabi, voru einnig látnir taka pokann sinn












Fleiri fréttir

Sjá meira


×