Segja horfur góðar þrátt fyrir verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hótel uppbókuð um áramót og horfur fyrir jólin eru góðar. Verkfall flugvirkja virðist ætla að hafa lítil áhrif. Fréttablaðið/Anton brink Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira