Enski boltinn

Hörður Björgvin mætir Man City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður hefur nýtt tækifærið vel með Bristol.
Hörður hefur nýtt tækifærið vel með Bristol. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City fá verðugt verkefni í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en þeir drógust gegn liði Manchester City.

Dregið var til undanúrslita eftir leiki kvöldsins, þar sem Bristol City náði dramatískum sigri á Manchester United.

Bristol hefur lagt að baki fjögur úrvalsdeildarlið á leið sinni í undanúrslitin, aðeins annað liðið frá upphafi keppninnar til að ná því.

Manchester City þurfti vítaspyrnukeppni til að sigra Leicester í gærkvöld, en liðið hefur aðeins einu sinni tapað leik á tímabilinu.

Hin viðureign undanúrslitanna er leikur Chelsea og Arsenal.

Viðureignirnar eru leiknar bæði heima og heiman, fyrri leikirnir aðra vikuna í janúar og þeir seinni tveimur vikum seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×