Kane bætti markamet Shearer

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane er búinn að skora 39 mörk árið 2017
Harry Kane er búinn að skora 39 mörk árið 2017 vísir/getty
Harry Kane skoraði sína áttundu þrennu á árinu þegar Tottenham valtaði yfir Southampton á Wembley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Kane skoraði fyrsta mark leiksins strax á 22. mínútu og bætti þar með markamet Alan Shearer frá því 1995 yfir flest mörk skoruð á einu almannaksári í ensku úrvalsdeildinni.

Englendingurinn gerði svo enn betur og skoraði 38. mark sitt á árinu á 39. mínútu og tvöfaldaði forystu Tottenham. Hann innsiglaði svo þrennuna á 67. mínútu.

Í millitíðinni höfðu Dele Alli og Son Heung-Min skorað sitt hvort markið fyrir Tottenham og Sofiane Boufal klóraði í bakkann fyrir Southampton.

Dusan Tadic átti lokaorðið í þessum sjö marka leik þegar hann skoraði fyrir gestina á 82. mínútu.

Harry Kane fór á kostum í fyrri hálfleik og voru úrslitin í raun ráðin strax, en mörk Alli og Son gerðu út um hann þrátt fyrir að Southampton hafi náð sér í tvö sárabótamörk.

Tottenham fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar, en Liverpool á leik í kvöld og getur endurheimt sæti sitt. Úrslitin breyta engu fyrir Southampton eins og er, þeir eru enn í 13. sæti, en gætu misst einhver lið upp fyrir sig eftir því sem líður á daginn.









Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira