Lingard bjargaði United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lingard fagnar öðru marki sínu í dag
Lingard fagnar öðru marki sínu í dag vísir/getty
Jesse Lingard bjargaði stigi fyrir Manchester United gegn Burnley á Old Trafford í dag.

Gestirnir frá Burnley komust yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir usla í teignum upp úr aukaspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Boltinn féll fyrir Ashley Barnes sem skoraði fram hjá David de Gea.

Steven Defour bætti svo öðru marki við fyrir Burnley fyrir lok hálfleiksins með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu, algjörlega óverjandi.

Jose Mourinho gerði tvær breytingar í leikhléi og Jesse Lingard kom inn fyrir Zlatan Ibrahimovic. Varamaðurinn reyndist gestunum dýr því hann klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 53. mínútu og jafnaði svo metin í uppbótartíma seinni hálfleiks.

United heldur áfram að ná í góð úrslit á annan í jólum, en liðið er það sigursælasta í sögu úrvalsdeildarinnar á þessum degi, en af 24 leikjum hefur liðið sigrað 19.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira