Innlent

60.000 maurar fjölga sér hratt í Húsdýragarðinum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Laufskurðarmaurar frá Trínidad eru nýjasta aðdráttarafl Húsdýragarðsins í Laugardalnum. Þeir eru um sextíu þúsund talsins og fjölga sér hratt. Maurarnir vinna baki brotnu við að fóðra svepp sem þeir nærast á.

Sex tankar sem tengdir eru saman með rörum hýsa maurana. Vinnumaurarnir lifa aðeins í nokkrar vikur en drottningin getur lifað í allt að fimmtán ár. Hún hefur hlotið nafnið frú Pálína.

Lítil hætta er á að maurarnir nái fótfestu á Íslandi þó að þeir slyppu úr tönkunum.

„Ef einn myndi ná að lauma sér út þá myndi hann bara deyja innan örfárra daga af því að þeir nærast á sveppnum. Það er engin leið að þeir gætu sloppið út og fjölgað sér,“  segir Guðrún Pálína Jónsdóttir, dýrahirðir hjá Húsdýragarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×