Erlent

Ákærður fyrir árásina í Melbourne

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aka bifreið sinni á gangandi vegfarendur í áströlsku borginni Melbourne. BBC greinir frá.

Hinn 32 ára Saeed Noori, ástralskur ríkisborgari sem á rætur að rekja til Afganistan, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Lögregluyfirvöld segja Noori glíma við andleg veikindi og að árásin sé ekki rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla hefur sagt ástæðu árásarinnar vera upplifun mannsins af þeim fordómum sem múslimar verði fyrir í Ástralíu.

Tólf eru enn á sjúkrahúsi eftir árásina, þar á meðal eru þrír í lífshættu. Níu hinna slösuðu eru erlendir ríkisborgarar.

Sjá einnig: Forsætisráðherrann segir árásina einangrað tilfelli

Ekið var á fólkið í Melbourne upp úr klukkan 17 að staðartíma þann 21. desember síðastliðinn. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en Noori, sem talinn er hafa ekið hvíta jeppanum, hefur einn verið ákærður.

Vitni á vettvangi lýstu því hvernig ökumaðurinn keyrði niður fólk með þeim afleiðingum að „fólk flaug út um allt.“ Annað vitni sagði að um 15 sekúndur hafi liðið frá því að ökumaðurinn hóf að aka á fólk og þar til bifreiðin stöðvaðist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×